100 milljarðar í nýtt hverfi

Höfundar Teiknistofan Tröð - Jaakko van 't Spijker - Felixx
Höfundar Teiknistofan Tröð - Jaakko van 't Spijker - Felixx

Áformað er að hefja uppbyggingu Vogabyggðar, nýs hverfis við Elliðaárvog í Reykjavík, á næsta ári.

Fullbyggt verður hverfið með ríflega 1.100 íbúðum og er kostnaður við uppbyggingu þess, að meðtöldum innviðum, gatnagerð og skólum, áætlaður yfir 100 milljarðar króna.

Stefnt er að því að fyrstu íbúðirnar komi í sölu árið 2016. Meðalstærð íbúða verður 110 fermetrar. Gera má ráð fyrir tvö til þrjú þúsund íbúum í hverfinu. Þar verður grunnskóli og ýmiss konar þjónusta. Dótturfélag Landsbankans, Hömlur, á byggingarlóðir á þessu svæði.

Fram kemur í greinargerð með deiliskipulagi að Vogabyggð sé nafn á svæði sem afmarkast af Sæbraut, Kleppsmýrarvegi, Elliðaárósum og frárein Miklubrautar að Sæbraut. Svæðið hefur verið nýtt sem atvinnusvæði en í aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 er það skilgreint sem þróunarsvæði og landnotkun breytt í miðsvæði og íbúðarbyggð. Á þróunarsvæði Vogabyggðar er áformuð uppbygging atvinnu- og íbúðarhúsnæðis.

 Hönnun hverfisins er á lokastigi og eru hér birtar nýjar myndir af byggðinni eins og hún mun að öllum líkindum líta út. Hömlur, dótturfélag Landsbankans, eiga byggingarlóðir í fyrirhugaðri byggð og hafa stýrt verkefninu í samstarfi við umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar.

Hannes Frímann Sigurðsson, verkefnastjóri hjá Hömlum, segir næsta skref í málinu að framkvæmdin fari í kynningu, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag..

Efst á myndinni má sjá fyrsta áfanga Vogabyggðar. Annar áfangi …
Efst á myndinni má sjá fyrsta áfanga Vogabyggðar. Annar áfangi er til suðurs af honum. Sá þriðji suður af öðrum áfanga. Tölvuteikningar/Teiknistofan Tröð/arkitektastofurnar/Jaakko van ’t Spijker/Felixx
Höfundar Teiknistofan Tröð - Jaakko van 't Spijker - Felixx
Höfundar Teiknistofan Tröð - Jaakko van 't Spijker - Felixx
Höfundar Teiknistofan Tröð - Jaakko van 't Spijker - Felixx
Höfundar Teiknistofan Tröð - Jaakko van 't Spijker - Felixx
Höfundar Teiknistofan Tröð - Jaakko van 't Spijker - Felixx
Höfundar Teiknistofan Tröð - Jaakko van 't Spijker - Felixx
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert