Enn óvíst um endurupptöku

Davíð Þór Björgvinsson.
Davíð Þór Björgvinsson. mbl.is/Ragnar Axelsson

Davíð Þór Björgvinsson, settur saksóknari í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, hefur fengið frest fram í janúar til að skila umsögn sinni um endurupptökubeiðni tveggja dómþola í málinu, en til stóð að henni yrði skilað í næsta mánuði.

Þau Erla Bolladóttir og Guðjón Skarphéðinsson, sem höfðu stöðu sakborninga í málinu, fóru fram á endurupptöku þess eftir að starfshópur í málinu komst að þeirri niðurstöðu í mars í fyrra að veigamiklar ástæður væru fyrir því að taka það upp á ný.

Beiðni um endurupptöku var send Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara 4. september og fékk embættið frest til 22. sama mánaðar til að taka afstöðu. Þegar fresturinn rann út var óskað eftir framlengingu til 1. október, þegar sá frestur var liðinn sagðist Sigríður vanhæf til að fjalla um það sökum fjölskyldutengsla við einn rannsakenda málsins. Þá var málið falið Davíð Þór.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert