Mengun berst í norður

Mengunarspá dagsins
Mengunarspá dagsins Af vef Veðurstofu Íslands

Búast má við gosmengun í dag og á morgun norður af gosstöðvunum í Holuhrauni, frá Vopnafirði vestur að Tröllaskaga. Gosið í Holuhrauni sést vel í vefmyndavél Mílu þessa stundina. 

Vegir eru auðir um allt land þó er hálka eða hálkublettir á Norðausturlandi þá aðalega inn til landsins, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Veðurspá fyrir næsta sólarhring:

Sunnanátt 5-13 m/s, en 8-15 um hádegi og þá 15-20 á norðanverðu Snæfellsnesi. Súld eða dálítil rigning, en bjart með köflum NA-til. Hiti yfirleitt 3 til 10 stig.

Vefmyndavél Mílu frá Bárðarbungu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert