Magnús formaður þjóðleikhúsráðs

Þjóðleikhúsið við Hverfisgötu.
Þjóðleikhúsið við Hverfisgötu. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Magnús Ragnarsson formann þjóðleikhúsráðs. 

Skipun gildir til 14. september 2015, þó með þeim fyrirvara sem settur er um embættistíma ráðherra í fyrrnefndri lagagrein, þar sem kveðið er á um að ráðið skuli skipað til fjögurra ára í senn, þó þannig að starfstími þeirra fulltrúa sem skipaðir eru án tilnefningar takmarkast við embættistíma ráðherrans sitji hann skemur, segir í frétt frá menntamálaráðuneytinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert