Færeyingar fá 5% af loðnukvóta

Kolmunni er Íslendingum mikilvægur. .
Kolmunni er Íslendingum mikilvægur. . Ljósmynd/Börkur Kjartansson

Íslendingar og Færeyingar hafa náð samningum um gagnkvæm fiskveiðiréttindi í lögsögum landanna. Samningur þar að lútandi var undirritaður í fyrradag.

Að sögn Jóhanns Guðmundssonar í samninganefnd Íslendinga fá Færeyingar að veiða 5000 tonn af bolfiski í íslenskri lögsögu, þar af 1250 tonn af þorski og 700 tonn af keilu. Þá fá þeir að veiða 5% af heildarloðnukvótanum sem er um 260 þúsund tonn. Það gera um 13000 tonn.

Í staðinn fá Íslendingar aðgang að hinum mikilvægu kolmunnamiðum í færeyskri lögsögu. Líklegt er að hluturinn verði um 150 þúsund tonn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert