Fjölmenni á bókamessu í Ráðhúsinu

Það var margt um að vera í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag en þar stendur yfir bókamessa. Þetta er í fjórða árið í röð sem bókamessan er haldin. Á bókamessunni sýna útgefendur nýjar bækur og boðið er upp á fjölbreytta bókmenntadagskrá.

Bókamessan stendur frá kl. 12.00-17.00 í dag og á morgun.

<div id="stcpDiv">

Í dag spjallaði Jón Ólafsson um bók sína <em>Lýðræðistilraunir</em> en hún hefur að geyma safn greina um nýjungar á sviði lýðræðis á Íslandi í kjölfar hrunsins. Finnbogi Hermannsson las úr skáldsögu sinni Illur fengur. Þar segir frá langri afbrotasögu við Breiðafjörð á öndverðri 20. öld. Ingibjörg Reynisdóttir las úr og spjallaði um bók sína <em>Rogastanz</em> en í þessari fjörugu sögu, sem byggist á sönnum atburðum, segir frá ótrúlegum karakterum í Reykjavík. Sigríður Dögg Arnardóttir, höfundur bókarinnar <em>Kjaftað um kynlíf,</em> fræddi gesti kaffihússins á sinn hispurslausa hátt.

<a href="http://bokmenntaborgin.is/bokamessa-i-bokmenntaborg/" target="_self">Dagskrár bókamessunnar</a>

</div>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert