Garnaveiki greinist víðar

Öruggasta eftirlitið er að bændur fylgist vel með fénu og …
Öruggasta eftirlitið er að bændur fylgist vel með fénu og sendi sýni til rannsóknar á Tilraunastöðina á Keldum, úr kindum sem drepast eða er lógað vegna vanþrifa. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Matvælastofnun hefur ákveðið að mæla með því að skylt verði að bólusetja allt fé í Héraðshólfi til að verja það gegn garnaveiki og hindra útbreiðslu hennar.

Garnaveiki var staðfest á sauðfjárbúi í Héraðshólfi 3. nóvember. Í kjölfarið tók héraðsdýralæknir sýni á öðrum bæ í hólfinu og greindist garnaveiki einnig á honum.

Talið er líklegt að garnaveikin sé til staðar á fleiri bæjum í hólfinu. Ekki er mögulegt að ganga fullkomlega úr skugga um það, þar sem næmi þeirra blóðprófa sem hægt er að gera á lifandi dýrum er lágt, sem þýðir að þótt niðurstöður þeirra séu neikvæðar er ekki útilokað að garnaveiki sé til staðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert