„Það þarf að gera meira“

Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar
Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar KRISTINN INGVARSSON

„Þó að vissulega hafi verið bætt við framlög til Landspítalans þá þarf meira. Við gengum í gegnum heljarmikla kreppu sem bitnaði ekki bara á Landspítalanum heldur heilbrigðisstofnunum út um allt land, velferðarkerfinu, menntakerfinu, vegakerfinu og öllum innviðum samfélagsins,“ segir Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, aðspurður um ummæli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins um að fjárframlög til Landspítalans á næsta ári verði þau mestu síðan 2008.

„Við í Bjartri framtíð höfum talað fyrir því að peningar séu settir í þessa þætti af krafti. Það vantar upp á fjárlögin til Landspítalans, það þarf að gera meira og nú þarf að byggja upp.“

Mestu fjárframlög til LSH síðan 2008

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert