Smíða hermilíkan fyrir hlaup í Þjórsá

Mestar líkur á að hlaup frá Vatnajökli fari til norðurs
Mestar líkur á að hlaup frá Vatnajökli fari til norðurs mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Unnið er að gerð hermilíkans sem sýnir mögulega útbreiðslu flóða komi til þess að vatn frá eldgosi í norðanverðum Vatnajökli hlaupi í farveg Þjórsár.

Hluti vatnsins gæti mögulega leitað í farvegi Ytri-Rangár og Hvítár. Reiknað er með að líkanið verði tilbúið í næsta mánuði, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Verkfræðistofa vinnur að gerð líkansins að beiðni almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og í samvinnu við lögreglustjóraembættin á Selfossi og Hvolsvelli. Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sagði að ákveðið hefði verið að gera flóðaherminn svo betur væri hægt að átta sig á mögulegum flóðalínum. Mikilvægt er að þekkja þær með tilliti til mögulegra rýminga. Til er eldra efni en nú liggja fyrir betri hæðarlínur sem gefa kost á gerð betri líkana.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert