Taka höndum saman um jólaaðstoð í Reykjavík

Bjarni Gíslason og Hördís Kristinsdóttir handsöluðu samkomulagið í dag.
Bjarni Gíslason og Hördís Kristinsdóttir handsöluðu samkomulagið í dag.

Hjálpræðisherinn í Reykjavík hefur tekið höndum saman með
Hjálparstarfi kirkjunnar um jólaaðstoð í Reykjavík. Tekið verður við umsóknum frá barnafjölskyldum í Reykjavík á skrifstofu Hjálparstarfsins Háaleitisbraut 66, dagana 26. nóvember kl. 12-16 og 2., 3., 8. og 9. desember kl. 11-15.

Fram kemur í tilkynningu, að Hjálpræðisherinn og Hjálparstarf kirkjunnar hafi átt í farsælu samstarfi undanfarin ár meðal annars um ýmis námskeið og sumarbúðir fyrir fjölskyldur.

„Það var því nánast eðlilegt skref að vera einnig í samstarfi um jólaaðstoðina,“ segir Hjördís Kristinsdóttir, flokksleiðtogi hjá Hjálpræðishernum í Reykjavík, í tilkynningu.

„Við munum því taka þátt í jólaaðstoð Hjálparstarfsins með því að taka á móti þeim sem til okkar vilja leita þar, ásamt þeim sem þangað koma,” segir hún ennfremur.

Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfsins, og Hjördís handsöluðu samkomulag um þetta í dag og sagði Bjarni við það tækifæri að samstarf og samræming á aðstoð væri af hinu góða. „Svo hefur samstarf við Hjálpræðisherinn alltaf verið frábært“ segir Bjarni í tilkynningu.

Tekið verður við umsóknum frá barnafjölskyldum í Reykjavík á skrifstofu Hjálparstarfsins Háaleitisbraut 66, dagana 26. nóvember kl. 12-16 og 2., 3., 8. og 9. desember kl. 11-15. Koma þarf með yfirlit yfir útgjöld og tekjur síðasta mánaðar. Þeir sem þegar hafa fengið inneignarkort Arion banka í gegnum Hjálparstarfið á árinu geta sótt um á help.is (Verkefni innanlands/Jólaaðstoð 2014).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert