Um 66 milljarðar króna gætu legið undir eftir EFTA-álit

Stærstu bankarnir þrír segja eiginfjárviðmið ekki í hættu.
Stærstu bankarnir þrír segja eiginfjárviðmið ekki í hættu. Samsett mynd/Eggert

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir umfang verðtryggðra neytendalána, að undanskildum fasteignaveðlánum og námslánum, nema um 66 milljörðum króna.

EFTA-dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í gær, að tilgreining 0% verðbólgu í lánaskilmálum verðtryggðra almennra neytendalána, þar sem þekkt verðbólgustig á lántökudegi er ekki 0%, væri andstæð tilskipun ESB um neytendalán nr. 87/102. Tilskipunin undanskilur fasteignaveðlán beinum orðum.

Dómstóllinn leggur það fyrir íslenska dómstóla að meta, að teknu tilliti til málsatvika, hvaða áhrif röng upplýsingagjöf af þessum toga hafi og hvaða úrræðum sé hægt að beita vegna hennar, að því er fram kemur í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert