Fram flytur og ný byggð rís í Safamýri

Miðstöðin verður alls um 15.500 fermetrar að stærð. Sundlaug verður …
Miðstöðin verður alls um 15.500 fermetrar að stærð. Sundlaug verður í miðju hennar. Teikningar/VA vinnustofa arkitekta

Vinningstillaga nýrrar hverfismiðstöðvar í Úlfarsárdal var kynnt í gær. Þar verða m.a. skólar, sundlaug, bókasafn og framtíðaraðstaða knattspyrnufélagsins Fram.

Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir engar endanlegar ákvarðanir hafa verið teknar um framtíðarnotkun Safamýrarinnar, eftir að Fram flytur alfarið í Úlfarsárdalinn.

„Þetta verður þróunarsvæði. Það hefur verið rætt um að byggja þar eitthvað af íbúðarhúsum. Svæðið verður hluti af hverfaskipulagsvinnunni. Ætli það heyri ekki undir Hlíðarnar. Þeirri vinnu verður lokið á næsta ári. Með hverfisskipulaginu verður tekin ákvörðun um nýtingu svæðisins,“ segir Hjálmar í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert