Reynt að knýja fram íbúakosningu

Gríska ferjan sem áhugahópur um samgöngur hefur vakið athygli á …
Gríska ferjan sem áhugahópur um samgöngur hefur vakið athygli á er mun stærri en nýr Herjólfur en óttast er að frátafir frá siglingum til Landeyjahafnar gætu orðið mun meiri. Ljósmynd/Sigurmundur G. Einarsson

Hafin er söfnun undirskrifta á netinu undir áskorun til yfirvalda um að efnt verði til atkvæðagreiðslu um vilja Eyjamanna í samgöngumálum.

Talsverð umræða fer nú fram í Vestmannaeyjum um það hvort nýr Herjólfur, sem verið er að undirbúa smíði á, sé nógu afkastamikil ferja fyrir leiðina eða hvort skynsamlegra væri að taka á leigu stærri gríska ferju til siglinganna til að athuga hvort hún hentar betur.

„Þetta skip sem notað er í dag annar ekki eftirspurninni. Þegar það á að fara að byggja minna skip, finnst mér það ekki glæsileg framtíðarsýn,“ segir Sigurður O. Friðriksson, húsamiður í Vestmannaeyjum. Framlag hans til umræðunnar um grísku ferjuna er að hefja undirskriftasöfnun um kröfu um íbúakosningu. Söfnunin hófst á sunnudag og síðdegis í gær hafði nokkuð á þriðja hundrað manns skrifað undir, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert