Ekki áritaður ársreikningur

Útvarpshúsið í Efstaleiti.
Útvarpshúsið í Efstaleiti. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fjársýslu ríkisins hefur enn ekki borist eintak frá Ríkisútvarpinu ohf. af ársreikningi 2013 með áritun stjórnar. Þetta segir Gunnar H. Hall, fjársýslustjóri Fjársýslu ríkisins.

Gunnar hefur ýmislegt að athuga við ummæli Ingva Hrafns Óskarssonar formanns stjórnar RÚV, sem birtust í frétt í Morgunblaðinu sl. laugardag. Þar sagði Ingvi Hrafn m.a. að Fjársýsla ríkisins hefði óskað eftir að fá „annan óformlegan ársreikning sem miðaðist við almanaksárið“. Hann hefði verið undirritaður af honum sjálfum.

Hinn 13. janúar sl. sendi Fjársýslan bréf til RÚV þar sem þess er krafist að fyrirtækið uppfylli ákvæði fjárreiðulaga og skili af sér ársreikningi sem taki mið af almanaksárinu. „Ekki var óskað eftir óformlegum reikningi heldur að skilað yrði ársreikningi í samræmi við lög,“ segir Gunnar og bætir við að Fjársýslan geri ekki athugasemdir við það ef ríkisaðilar kjósi að gera önnur uppgjör sem taki mið af öðrum tímabilum en almanaksárinu, telji þeir það þjóna betur eigin þörfum. En fjárreiðulög geri kröfu til að almanaksárið sé ævinlega lagt til grundvallar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert