Matvælarisar kaupa rannsóknir

Verkefni Sigurjóns Arasonar og Magneu Karlsdóttur, sérfræðinga hjá Matís, hafa …
Verkefni Sigurjóns Arasonar og Magneu Karlsdóttur, sérfræðinga hjá Matís, hafa meðal annars snúist um kælingu og frystingu á fiski. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Alþjóðlegir matvælarisar eins og PepsiCo og Nestlé hafa á síðustu árum verið meðal viðskiptavina Matís og keypt af fyrirtækinu tilteknar rannsóknir.

Hörður G. Kristinsson, rannsóknastjóri Matís, segir að síðustu ár hafi erlend viðskipti aukist og þessi erlendu samskipti skapi fjölda ársverka og skili miklum tekjum, en fyrirtækið vinnur m.a. að rannsóknum í líftækni, sjávarútvegi og matvælavinnslu.

Hlutafélagið Matís ohf. var stofnað 2007 og starfa þar um 100 manns auk meistara- og doktorsnema. Stærsti hluti tekna Matís kemur úr erlendu samstarfi eða um 35% sé miðað við rekstraráætlun fyrir 2014, að því er fram kemur í umfjöllun um umsvif þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert