Forgangsraðað í þágu heilbrigðisþjónustu

Félagasamtökin Spítalinn okkar stóðu í gær fyrir málþingi í Ráðhúsi …
Félagasamtökin Spítalinn okkar stóðu í gær fyrir málþingi í Ráðhúsi Reykjavíkur. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Með áframhaldandi forgangsröðun í þágu heilbrigðisþjónustunnar mun tækjakostur á Landspítalanum komast í gott horf innan fárra ára. Þetta segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala.

Samhliða fagnar hann því að aukin framlög skuli hafa verið sett í hönnun nýs Landspítala. Segir hann að það 875 milljóna króna framlag sem fjárlaganefnd tilkynnti í gær að ætlað væri til hönnunar spítalans í samræmi við áætlanir um að hann muni rísa 2020-2021 verði til þess að áætlanir standist. Áður höfðu verið settar 70 milljónir til hönnunarinnar í fjárlögum 2015.

„Þetta er í samræmi við áætlanir eins og búið var að setja þær upp um að byggingarnar verði byggðar 2020-2021. Það er frábært,“ segir Páll. Í Morgunblaðinu í dag segir hann og  tækjakaupaáætlun einnig skipta miklu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert