Öflugt eldgos í þrjá mánuði

Sjónarspilið var stórkostlegt þegar sólin lýsti upp gosmökkinn yfir Holuhrauni …
Sjónarspilið var stórkostlegt þegar sólin lýsti upp gosmökkinn yfir Holuhrauni í síðustu viku. Gasið steig upp og rauðglóandi hraunið ólmaðist í gígnum. Ekkert útlit er fyrir að gosinu ljúki í bráð. mbl.is/Rax

Búast má við gasmengun norður af gosstöðvunum, frá Skagafirði austur að Seyðisfirði. Eldgosið í Holuhrauni sést vel í vefmyndavél Mílu og virðist ekki vera að draga úr afli þess, nú þremur mánuðum eftir að það hófst.

Samkvæmt því sem fram kom á vef Veðurstofu Íslands þá hófst eldgosið tvær mínútur yfir miðnætti þann 29. ágúst sl. eftir að jarðhræringar í um tvær vikur í og við Bárðarbungu í Vatnajökli. Enn eru miklar jarðhræringar í Bárðarbungu og hafa tæplega 70 jarðskjálftar, að stærð 5 og stærri,  mælst þar frá 16. ágúst sl. Þá hófst jarðskjálftahrinan sem enn stendur. Heldur hefur dregið úr tíðni stóru jarðskjálftanna frá því sem var í byrjun.

Flogið var yfir öskju Bárðarbungu á miðvikudaginn. Samkvæmt þeim mælingum sem gerðar voru er heildar sig öskjunnar nú 50 metrar og rúmmál sigskálarinnar um 1,4 rúmkílómetrar frá því umbrotin hófust í Bárðarbungu um miðjan ágúst.

Engin merki berast frá GPS stöð í öskju Bárðarbungu, að öllum líkindum er það vegna þess að askjan hefur sigið það mikið að tækið er komið niðurfyrir öskjubrúnina og er því í hvarfi frá endurvarpsstöðinni í Kverkfjöllum.

Hraunið er nú 74,1 km2 að flatarmáli (73,7 km2 + 0,4 km2) miðað við tölur frá því um miðja síðustu viku.

Þrír möguleikar í stöðunni

Enn eru þrír möguleikar í stöðunni varðandi framhaldið á þessum slóðum, samkvæmt vísindaráði:

Gosið í Holuhrauni fjarar út og öskjusig í Bárðarbungu hættir.

Stórt öskjusig í Bárðarbungu. Gos í Holuhrauni verður langvinnt eða vex. Mögulegt er að sprungan lengist til suðurs inn undir Dyngjujökul og valdi jökulhlaupum og gjóskufalli.

Einnig er mögulegt að sprungur opnist annars staðar undir jöklinum.
Stórt öskjusig í Bárðarbungu og gos í öskjubroti. Slíkt gos gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi. Öskufall gæti orðið nokkurt.

Loftgæði eru góð á landinu samkvæmt mælum Umhverfisstofnunar en hægt er að skoða töflu hér.

Vefmyndavél Mílu

Hraunið þeyttist upp í Holuhrauni undan kraftinum úr undirdjúpunum.
Hraunið þeyttist upp í Holuhrauni undan kraftinum úr undirdjúpunum. mbl.is/Rax
Það er alltaf jafn stórbrotið og stórkostlegt að sjá þetta,“ …
Það er alltaf jafn stórbrotið og stórkostlegt að sjá þetta,“ sagði Ragnar Axelsson sem flaug yfir Holuhraun í vikunni. Þá kraumaði kröftuglega í gígnum Baugi mbl.is/Rax
Mengunarspá dagsins
Mengunarspá dagsins Af vef Veðurstofu Íslands
LANDSAT 8 mynd NASA & USGS frá 25.11.2014 kl. 22:07 …
LANDSAT 8 mynd NASA & USGS frá 25.11.2014 kl. 22:07 GMT. Myndvinnsla og kortagerð: Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Jarðvísindastofnunar. Hraunið er nú 74,1 km2 að flatarmáli (73,7 km2 + 0,4 km2) Myndin sýnir aukningu hraunbreiðunnar til suðurs og hraunstraum nálgast norðurjaðarinn. Facebook síða Jarðvísindastofnunar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert