Ókunnugt fólk bauð Rögnu íbúðir til afnota

Ragna og dætur hennar geta hallað höfðinu á koddann í …
Ragna og dætur hennar geta hallað höfðinu á koddann í vinalegu húsnæði sem þeim hefur verið boðið. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Ragna Erlendsdóttir, tveggja barna einstæð móðir í Reykjavík, fékk boð frá tveimur ókunnugum íbúðareigendum í Reykjavík um tímabundin afnot af íbúðunum án endurgjalds.

Eins og sagt var frá í Morgunblaðinu í gær er Ragna komin á götuna eftir að hafa misst tímabundið húsnæði. Fjárhagur Rögnu er erfiður eftir mikil útgjöld vegna veikinda dóttur hennar, Ellu Dísar, sem lést eftir langvinn veikindi sl. sumar.

Saga Rögnu hreyfði við lesendum Morgunblaðsins sem buðu henni húsnæði í Breiðholti og Vesturbæ, eins og hún segir í blaðinu í dag.

Eigandi íbúðarinnar í Vesturbænum er búsettur í Danmörku. Um miðjan dag í gær hafði Sólveig Kaldalóns Jónsdóttir samband við Morgunblaðið en hún býr í Stege í Danmörku. Sagðist hún eiga íbúð með húsgögnum og öðrum húsbúnaði í Vesturbæ Reykjavíkur sem yrði ónotuð til 20. desember. Vildi hún gjarnan lána Rögnu og dætrum hennar íbúðina án endurgjalds.

Sólveig fylgist með fréttum frá Íslandi og hefur áhyggjur af húsnæðismálum. „Kerfið er orðið fátækt á Íslandi ef það getur ekki hugsað um þá sem eiga erfitt í þjóðfélaginu. Ég held að Danir hugsi betur um fólk í slíkum vanda,“ segir Sólveig.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert