Verktakar taki þátt í kostnaði

Laugavegur 120. Framkvæmdir eru hafnar við að breyta þessu húsi …
Laugavegur 120. Framkvæmdir eru hafnar við að breyta þessu húsi í hótel. Við hlið þess mun rísa viðbygging. mbl.is/Þórður

Verktakar og fjárfestar sem fá úthlutað aukið byggingarmagn vegna breytinga á deiliskipulagi gætu framvegis þurft að taka þátt í kostnaði sem fellur á Reykjavíkurborg vegna slíkra breytinga.

Í fréttaskýringu um þetta málefni í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar lagði fram bókun þessa efnis í fyrradag og var tilefnið samþykkt þess á breyttu deiliskipulagi Laugavegar 120. Þar sagði m.a.:

„Oftar en ekki heimila breytingar á deiliskipulagi auknar byggingarheimildir lóðarhafa og þar með eykst verðmæti lóðar verulega. Því er nauðsynlegt að borgin setji sér reglur og gjaldskrá fyrir þannig breytingar. Þess þarf þó að gæta að slíkt gjald hafi ekki áhrif á einstaklinga sem hyggjast ráðast í eðlilegar endurbætur og hóflegar stækkanir íbúðarhúsnæðis, til hagsbóta fyrir sig og sína fjölskyldu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert