Rafmagn komið aftur á í austurhluta borgarinnar

Orkuveituhúsið
Orkuveituhúsið Ómar Óskarsson

Rafmagni hefur verið komið aftur á í austurhluta borgarinnar en útsláttur varð í aðveitustöð 3 sem staðsett er við Borgartún. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, segir það hafa tekið um klukkustund að tengja rafmagn aftur á eftir varaleiðum en rafmagnið fór af um klukkan hálf tíu í kvöld.

Rafmagnsleysið náði frá Borgartúni upp að Suðurlandsbraut og einnig á einhverjum stöðum í Bolholti.

Ekki liggur fyrir að svo stöddu hversu margir urðu fyrir áhrifum af rafmagnsleysinu en mikið er af skrifstofu- og verslunarhúsnæði á svæðinu sem rafmagnslaust varð á. Til að mynda rafmagnslaust á Hilton Reykjavik Nordica.

Séð í norður. „Maður á að sjá vel í Ásmundasafn …
Séð í norður. „Maður á að sjá vel í Ásmundasafn en það sést ekki. Í fjarska sést í blokkirnar við sundahöfn,“ segir Andrés sem tók myndina í rafmagnsleysinu. Ljósmynd/Andrés Jakob Guðjónsson
Séð í vestur að gatnamótum Laugavegs og Suðurlandsbrautar, sem er …
Séð í vestur að gatnamótum Laugavegs og Suðurlandsbrautar, sem er um miðja mynd. „Það sést í rautt ljós hægra meginn á mynd en það er Stýrimannaskólinn,“ segir Andrés. Ljósmynd/Andrés Jakob Guðjónsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert