Heimild til endurupptöku samþykkt

Ögmundur Jónasson, þingmaður VG.
Ögmundur Jónasson, þingmaður VG. mbl.is/Ómar Óskarsson

Samþykktar voru á Alþingi í gærkvöldi breytingar á lögum sem heim­ila nán­um ætt­ingj­um lát­inna ein­stak­linga í svo­kölluðum Guðmund­ar- og Geirfinns­mál­um að leggja fram beiðni um að málið verði end­urupp­tekið fyr­ir dómi hvað þá varðar.

Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, var fyrsti flutningsmaður málsins en meðflutningsmenn voru allir fulltrúar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Hann sagði í samtali við mbl.is í gær þegar frumvarpið var afgreitt úr nefndinni að um markmiðið væri í raun að gæta jafnræðis en eins og lögin voru áður höfðu dómþolar sem enn voru á lífi slíka heimild.

„Þarna er á ferðinni mikið rétt­læt­is­mál. Þetta er ein­stakt mál í ís­lenskri rétt­ar­sögu og við erum að ljúka því sem bet­ur hefði verið gert fyr­ir all­mörg­um árum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert