Ófært um allt land

Sigurður Bogi Sævarsson

Það er ófært víða um land og ekkert ferðaveður. Suðvestan stormur er á suðvesturlandi og Vesturlandi. Rafmagn fór af hluta Snæfellsness á sjöunda tímanum í morgun.

Það er suðvestan 18-25 m/s suðvestan- og vestanlands og éljagangur, hvassast við ströndina, en dregur smám saman úr vindi í dag. Suðvestan 8-15 um landið norðaustanvert og stöku él. Suðvestan 10-20 m/s síðdegis

Það er hálka og skafrenningur á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum en hálka og éljagangur á Reykjanesbraut. Hálka er á flestum leiðum á Suðurlandi.

Holtavörðuheiðin er lokuð allri umferð og Brattabrekka er ófær. Óveður og snjóþekja er víða á Snæfellsnesi en ófært er á Fróðárheiði með stórhríð og þæfingsfærð er á Vatnaleið, annars er hálka eða snjóþekja á Vesturlandi.

Á Vestfjörðum er ófært og óveður á Þröskuldum. Ófært er á Kleifaheiði en snjóþekja í mikladal en þæfingsfærð á Hálfdáni, og Steingrímsfjarðarheiði. Annars staðar er snjóþekja eða hálka, en unnið er að hreinsun.

Það er snjóþekja og hálka á flestum vegum á Norðurlandi en nánari upplýsingar um færð berast fljótlega. Óveður og slæmt skyggni er á Þverárfjalli en ófært með stórhríð á Vatnsskarði. Þæfingsfærð og snjókoma í Langadal að Vatnsskarði. Flug hálka er frá Sauðárkróki að Hofsós. Ófært á Öxnadalsheiði. Hálka og éljagangur er á Víkurskarði. Lokað er á Mývatns- og Möðrudalsöræfum einnig á Jökuldal.

Flughálka er á Fagradal og á Oddskarði. Þæfingsfærð er á Fjarðarheiði og verið að hreins annars er snjóþekja eða hálka á velflestum vegum á Austur- og Suðausturlandi. Frá Kirkjubæjarklaustri að Vík.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert