Vatnsskarð er ófært

Ljósmynd/Vegagerðin

Það er hálka og skafrenningur á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum en hálka og éljagangur á Reykjanesbraut. Hálka er á flestum leiðum á Suðurlandi, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Hálka eða snjóþekja er á Snæfellsnesi en ófært er á Fróðárheið með stórhríð. Hálka er á Bröttubrekku en snjóþekja og skafrenningur á Holtavörðuheiði. Annars er hálka eða snjóþekja á Vesturlandi.

Á Vestfjörðum, stórhríð er á Klefaheiði, Mikladal og Hálfdáni - og vegur ófær. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Klettsháls.  Annars staðar er snjóþekja eða hálka.

Fjarðarheiði lokuð og ófært á Oddskarði

Það er snjóþekja og hálka á flestum vegum á Norðurlandi en flughálka er í Langadal og frá Sauðárkrók að Hófsósi.  Þæfingsfærð og stórhríð er á Skagastrandarvegi. Ófært og stórhríð er á Þverárfjalli og á Vatnsskarði og lokað á Öxnadalsheiði. Ófært og óveður er á Fljótsheiði. Snjóþekja og stórhríð er á Víkurskarði. Vegurinn um Dalsmynni er lokaður.  Þæfingsfærð og skafrenningur er á Hófaskarði. Lokað er á Mývatns- og Möðrudalsöræfum einnig á Vopnafjarðarheiði.

Þungfært og skafrenningur er á Fagradal en ófært á Oddskarði og Vatnsskarði eystra. Lokað er á Fjarðarheiði annars er snjóþekja eða hálka og snjókoma á velflestum vegum á Austur- og Suðausturlandi. Frá Kirkjubæjarklaustri að Vík er þæfingsfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert