Ók drukkinn á ljósastaura

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Þórður Arnar Þórðarson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann um tvöleytið í nótt en hann er grunaður um ölvun við akstur og að hafa ekið á tvo ljósastaura á ferð sinni í umferðinni. Eftir að búið var að taka blóðsýni úr manninum var hann vistaður í fangageymslu lögreglu og verður hann yfirheyrður síðar í dag.

Um ellefuleytið í gærkvöldi var tilkynnt  til lögreglunnar um skemmdir á bifreið í vesturbænum en búið var að brjóta hliðarspegil bifreiðarinnar. Skemmdarvargurinn náðist og hefur málið verið afgreitt.

 Lögreglan handtók mann á skemmtistað í miðborginni um hálf eitt í nótt en hann er grunaður um þjófnað. Er talið að maðurinn hafi farið í búningsherbergi starfsmanna og tekið þaðan veski ofl. Maðurinn vistaður í fangageymslu og verður yfirheyrður síðar í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert