Hyggst kæra tölvupóstinn

mbl.is/Ómar

Fréttastjóri Vísis.is hyggst kæra tónlistarmanninn Einar Ágúst Víðisson til lögreglunnar fyrir hótun. Tilefnið er tölvupóstur sem Einar sendi fréttastjórarnum, Kolbeini Tuma Daðasyni, í dag vegna fréttar sem birt var á Vísi.is um gjaldþrot Einars.

Fram kemur í tölvupóstinum að Einar ráðleggi Kolbeini að halda sig hinu megin við götuna þegar þeir verði á vegi hvors annars. Gjaldþrotið sé að hans mati hluti af einkalífi hans og því séu skrif um það eins og innbrot á heimili hans. Það vilji enginn brjótast inn til hans. Þá er Kolbeini ráðlagt að líta aftur fyrir sig í skammdeginu næstu daga.

Eftir að hafa sent tölvupóstinn fór Einar niður á skrifstofur 365 miðla og kom til orðaskipta á milli hans og Kolbeins sem enduðu með því að Einar hellti kaffi á skyrtu Kolbeins. Þetta staðfestir Kolbeinn í samtali við mbl.is. Engum hafi orðið meint af nema skyrtunni. Hann staðfestir ennfremur að hann ætli að kæra tölvupóstinn eftir að hafa ráðfært sig við lögregluna.

Uppfært 18:28: Færslunni hefur nú verið eytt af Facebook-síðu Einars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert