Snjóþungt í kirkjugörðum Akureyrar

Kirkjugarðarnir á Akureyri eru nánast á kafi í snjó. Myndin …
Kirkjugarðarnir á Akureyri eru nánast á kafi í snjó. Myndin er frá því í fyrra en snjór er miklu meiri núna, að sögn framkvæmdastjóra garðanna. mbl.is/Smári Sigurðsson

Gífurlegur snjór er í báðum kirkjugörðunum á Akureyri, á Naustahöfða og í Lögmannshlíð. Margir vitja leiða ástvina um jól og er ráðlegt að koma vel klæddur því klofa þarf snjó að flestum leiðum. Best er að koma með skóflu til að moka upp legsteina en þær er hægt að fá lánaðar til kl. 15 á morgun, aðfangadag, á meðan starfsmenn Kirkjugarðanna verða við vinnu.

„Við er búnir að moka aðalgötur í garðinum eins og gert hefur verið í mörg ár á þessum árstíma, en ekki heim að hverju leiði. Það er óvinnandi vegur enda um átta þúsund leiði í görðunum,“ sagði Smári Sigurðsson, framkvæmdastjóri Kirkjugarða Akureyrar við mbl.is í morgun. „Það kemur fólki oft á óvart hve snjórinn í görðunum er mikill, en ætti þó ekki að gera það. Snjórinn er enn meiri en í fyrra og staðan þannig í Lögmannshlíð að þær er nær ómögulegt að finna leiðin.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert