Ekki sjálfgefið að iðgjöldin muni lækka

Skattar á bílljós lækka.
Skattar á bílljós lækka. mbl.is/Ómar Óskarsson

Misjafnt er hvort tryggingafélögin sjá sér fært að lækka iðgjöld ökutækjatrygginga um áramótin vegna afnáms vörugjalda á varahluti í bíla og lækkunar á virðisaukaskatti.

Eins og Morgunblaðið hefur sagt frá telur Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) svigrúm til að lækka iðgjöld af tryggingum um áramótin vegna lækkunar á gjöldum á varahluti. Telur félagið að niðurfelling 15% vörugjalds á varahluti og lækkun efra þreps virðisaukaskatts úr 25,5% í 24% ætti að skila sér í lækkun iðgjalda ökutækjatrygginga. Bent var á að um þriðjungur af tjónakostnaði í ökutækjatryggingum sé vegna ökutækja- og munatjóna.

Af þessu tilefni voru sjónarmið FÍB borin undir fulltrúa fjögurra tryggingafélaga. Þrjú svöruðu fyrirspurninni en ekki barst svar frá TM, að því er fram kemur í umfjöllun um svörin í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert