Vel hægt að versla á aðfangadag

Opið verður í verslunarmiðstöðvunum Kringlunni og Smáralind og í mörgum verslunum í miðbænum til klukkan 13 og 14 í dag. Hagkaup eru með opið í öllum sínum verslunum til klukkan 14 í dag nema í Skeifunni, Eiðistorgi og Garðabæ þar sem opið er til klukkan 16.

Vínbúðirnar eru opnar til klukkan 13 á öllum sölustöðum á höfuðborgarsvæðinu en ýmist opið til klukkan 12 eða 13 á landsbyggðinni.

Allar Bónusverslanir eru opnar til klukkan 14 í dag og Krónuverslanir opnar til klukkan 13.

Apótek Lyfju í Lágmúla og á Smáratorgi er opin til klukkan 18 í dag.

Þá geta þeir sem vilja aka um á hreinum bíl í dag farið með bíl sinn á bílaþvottastöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Löður, Splass og Lindin eru með opið í dag. Löður á Fiskislóð er með opið til klukkan 16, Splass til klukkan 12 og Lindin til klukkan 13.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert