Óvenjumargir sjúkraflutningar í nótt

mbl.is/Hjörtur

Í nógu var að snúast við sjúkraflutninga hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í nótt. Sinntu starfsmenn sjúkrabílanna 37 slíkum verkefnum. Á hefðbundinni nóttu eru sjúkraflutningar mun færri. „Þetta er eins og stærstu nætur verða,“ segir vaktstjóri slökkviliðsins. Hann segir að flutningarnir hafi verið um 15-20 fleiri en á venjulegri nóttu.

Ástæður flutninganna voru margvíslegar. Hann segir að sem betur fer hafi nóttin hins vegar verið róleg í slökkviliðsdeildinni. 

„Þannig að jólin byrja með hvelli hjá okkur,“ segir vaktstjórinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert