Vaxandi éljagangur

Spáð er vaxandi éljagangi á landinu.
Spáð er vaxandi éljagangi á landinu. mbl.is/Rax

Spáð er vaxandi éljagangi um vestanvert landið í dag og fram á kvöld. Á láglendi
verður hiti nærri frostmarki og fylgir éljunum því hálka. Á móti kemur að vindur
verður víðast fremur hægur, samkvæmt upplýsingum veðurfræðings Veðurstofunnar.

Það er hálka á Hellisheiði og í Þrengslum líkt og víðast hvar á Suðurlandi. Þó er þæfingur á einstaka sveitavegum. Hálkublettir eru á köflum á Höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesbraut og á Suðurnesjum.

Hálka er á velflestum vegum á Vesturlandi en það snjóar á utanverðu Snæfellsnesi og er orðið þungfært á Fróðárheiði.  Hálka og snjóþekja er á vegum á Vestfjörðum og sumstaðar él eða snjókoma. Þæfingur er á Steingrímsfjarðarheiði og aðeins jeppafært norður í Árneshrepp.

Það er hálka og snjóþekja á Norður- og Norðausturlandi. Verið er að opna milli Raufarhafnar og Bakkafjarðar.

Eins eru hálkublettir, hálka eða snjóþekja á vegum á Austur- og Suðausturlandi en hvergi fyrirstaða af snjó.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert