Ökuníðingur skapaði hættu

Manninum var veitt eftirför á nokkrum lögreglubifreiðum
Manninum var veitt eftirför á nokkrum lögreglubifreiðum mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Maður sem ekki sinnti stöðvunarmerkjum lögreglu um fjögurleytið í nótt skapaði hættu fyrir akandi og gangandi vegfarendur. Maðurinn gistir fangaklefa en hann er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis auk þess sem hann braut ýmis önnur umferðarlög.

Það var rúmlega fjögur í nótt sem lögreglumenn ætluðu að stöðva bifreið mannsins í miðborginni og kanna með ástand hans.

Maðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og veitti lögregla honum eftirför um Hverfisgötu, Snorrabraut, Hringbraut og að Skerjafirði þar sem bifreiðin var stöðvuð.  Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur, aka sviptur ökuréttindum og ýmis önnur umferðarlagabrot.  Maðurinn vistaður í fangageymslu og verður rætt við hann síðar í dag þegar ástand hans hefur batnað, segir í skýrslu lögreglunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert