Stormur norðvestantil á landinu

Gert er ráð fyrir því að það hláni víða um land í nótt og á morgun samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Eins má búast við hvassviðri eða stormi á norðvestanverðu landinu og að flughált verði á vegum þar sem snjór og frost hafa verið viðvarandi.

Fólk er hvatt til þess að huga að niðurföllum þar sem mikið bæti í rigningu á mánudaginn. Horfur næsta sólarhringinn eru annars þær að gert er ráð fyrir sunnan- og suðvestanátt 8-15 metrum á sekúndu en 13-20 m/s um norðvestanvert landið. Dálítil rigning verður norðvestanvert- og vestanvert á landinu en þurrt norðaustantil. Annars úrkomulítið. Það hlýnar í nótt og á morgun og hiti víða 1-7 stig.

Hins vegar verður sunnanátt 15-23 m/s norðvestantil á landinu seint annað kvöld. Frost verður 1-10 stig og kaldast inn til landsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert