Fluttur á slysadeild með reykeitrun

mbl.is/Hjörtur

Fullorðinn einstaklingur var fluttur á slysadeild Landspítalans í morgun vegna gruns um reykeitrun eftir að þjónustuíbúð fyrir aldraða við Boðaþing í Reykjavík fylltist af reyk. Pottur hafði gleymst á eldavél.

Tilkynning barst slökkviliði höfuðborgarsvæðisins um klukkan sex í morgun. Dælubíll var sendur á staðinn auk sjúkrabíls. Reykræsta þurfti íbúðina en eldur kom ekki upp í henni. Ekki liggur fyrir hvort skemmdir urðu í íbúðinni.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var hangikjötsbiti í pottinum. Hafði vatnið gufað upp og kjötbitinn við það brunnið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert