Hraunið þekur höfuðborgarsvæðið

Hér gefur að líta hversu stór hraunbreiðan er í samanburði …
Hér gefur að líta hversu stór hraunbreiðan er í samanburði við stærð höfuðborgarsvæðisins. mynd/Veðurstofa Íslands

Holuhraun er nú um 82,8 ferkílómetrar að stærð. Eins og sést á meðfylgjandi mynd þá myndi hraunið ná að þekja nánast allt höfuðborgarsvæðið.

Kristín Jónsdóttir, fagstjóri jarðskjálftavár, teiknaði myndina inn á kortið, sem var birt á facebooksíðu Veðurstofunnar.

Á facebooksíðu Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands kemur fram að í gær hafi menn á vegum vettvangsstjóra á Húsavík farið meðfram öllum norðurjaðri hraunsins. Að jafnaði var jaðrinum fylgt í 5-20 metra fjarlægð, en á stöku stað urðu þeir að færa sig fjær þar sem ekki var fært nær jaðrinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert