Ný vetraráætlun Strætó tekur gildi 4. janúar

mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Þann 4. janúar 2015 mun ný vetraráætlun Strætó taka gildi á höfuðborgarsvæðinu. Töluverðar úrbætur hafa verið gerðar á leiðakerfinu og má þá helst nefna að allur akstur mun hefjast tveimur tímum fyrr á sunnudögum, eða um kl 9:30. Tíðni aksturs eykst og verður á 15 mín fresti í stað 30 mín á annatíma í öllum helstu hverfum. Sumir vagnar munu breyta um númer og einhverjar akstursleiðir munu breytast.

Breytingarnar eru flestar gerðar vegna ábendinga frá farþegum um hvað betur megi fara í leiðarkerfi Strætó. Vonast Strætó til þess að sem flestir njóti góðs af breytingunum og að þær valdi sem minnstu raski fyrir farþega. Farþegar eru hvattir til þess að fara inn á Strætó.is til þess að kynna sér betur breytingarnar.

Nánari upplýsingar á vef Strætó.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert