Þrír skjálftar yfir fjórir að stærð

Gosið í Holuhrauni stendur enn.
Gosið í Holuhrauni stendur enn. mbl.is/Eggert

Þrír jarðskjálftar hafa mælst frá hádegi í gær sem eru um eða yfir fjórir að stærð. Sá stærsti varð kl. 17:14 í gær, en hann var 4,1 að stærð að sögn Veðurstofu Íslands.

Skjálfti sem var fjórir að stærð varð kl. 18:11 í gærkvöldi og annar jafn stór klukkan 9:45 í morgun. 

Um 15 skjálftar á bilinu 3-4 hafa mælst í Bárðarbungu.

Í gærkvöldi klukkan 23:18 varð skjálfti 4,4 að stærði úti í hafi um 20 km norður af Kolbeinsey. Honum hafa fylgt aðrir minni. Hrinur sem þessar eru algengar á þessum slóðum, að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert