Vara við stormi norðvestanlands

Búast má við hvassviðri framan af degi, sérstaklega norðvestanlands.
Búast má við hvassviðri framan af degi, sérstaklega norðvestanlands. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Veðurstofan varar við stormi á norðvestur hluta landsins framan af degi, en hvassast getur orðið um 23 metrar á sekúndu. Hægari vindur er sunnan og austanlands. Á vef Veðurstofunnar segir að vindur verði kominn niður í 10 til 18 metra á sekúndu seinni partinn.

Gert er ráð fyrir slydduéljum eða éljum vestast og að á morgun verði sunnan 3 til 10 metrar. Gert er ráð fyrir 4 til 11 gráðu hita í dag, en að hann lækki í um 1 til 5 gráður á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert