Skapar meiri hagvöxt

Aðalhagfræðingur Seðlabankans segir olíuhrunið hafa mikil áhrif í hagkerfinu.
Aðalhagfræðingur Seðlabankans segir olíuhrunið hafa mikil áhrif í hagkerfinu. mbl.is/Ómar

Verðhrun á olíu að undanförnu mun að líkindum örva hagvöxt og leiða til þess að hann verði meiri undir lok árs 2014 en hann hefði annars orðið.

Þetta er mat Þórarins G. Péturssonar, aðalhagfræðings Seðlabankans, sem bendir á að vegna lægra olíuverðs aukist ráðstöfunartekjur heimila, að öðru óbreyttu.

Í fréttaskýringu um þetta efni í Morgunblaðinu í dag segir hann horfur um viðskiptakjör hafa batnað frá birtingu síðustu Peningamála í nóvember sl. Viðskiptakjör mæla hlutfall þróunar útflutningsverðs í samanburði við verð innfluttra vara og þjónustu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert