Maðurinn er látinn

Flugvél kom til landsins í dag til að ná í …
Flugvél kom til landsins í dag til að ná í líffæri úr manninum, en hann var líffæragjafi. Flugvélin lenti á Reykjavíkurflugvelli. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Maðurinn sem var fluttur á sjúkrahús á föstudagskvöldið eftir að hann hné niður á Hverfisgötu í Reykjavík er látinn. Hann komst aldrei til meðvitundar. Maðurinn var líffæragjafi og kom flugvél til landsins í dag sem sótti líffæri úr honum. Hún flaug frá Reykjavíkurflugvelli um miðjan dag.

Ekki liggja fyrir niðurstöður um hvers vegna maðurinn lést. Lögreglan tók skýrslu af fjórum körlum og einni konu sem þekktu hinn látna. Þeim var sleppt að loknum yfirheyrslum.

Maðurinn sem lést var frá Litháen.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert