Of heitt í Vaðlaheiðargöngum

Vaðlaheiðargöng.
Vaðlaheiðargöng. Ljósmynd/Valgeir Bergmann

Mikill hiti vestanmegin í Vaðlaheiðargöngum hefur gert starfsmönnum erfitt um vik. Því er í skoðun að setja upp nýtt loftræstikerfi til þess að minnka hita og raka og skapa betri vinnuaðstæður að því er fram kemur í frétt VikudagsSamkvæmt Vikudegi er loftræstikerfi Norðfjarðarganga, sem þó eru svipuð Vaðlaheiðargöngum í lengd og þvermáli, helmingi öflugra.

Meðalhiti í göngunum undanfarna daga hefur verið í kringum 31 gráðu. Auka þarf loftmagn inni í göngunum og hefur loftræstisérfræðingur verið fenginn til þess að meta hvað þyrfti að gera með tilliti til núverandi aðstæðna. Skortur hefur verið á loftmagni hjá þeim  sem vinna innst inni í göngunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert