Átta milljarða viðbót í loðnu

Á loðnuveiðum.
Á loðnuveiðum. mbl.is/RAX

Ljóst er að mælingar á loðnu í leiðangri, sem enn stendur yfir, munu leiða til þess að lögð verði til aukning í aflamarki.

„Miðað við varfærnar forsendur á þessari stundu mun sú aukning að minnsta kosti verða um 100 þúsund tonn,“ segir í frétt frá Hafrannsóknastofnun.

Áætla má að útflutningsverðmæti afurða úr 100 þúsund tonnum af loðnu geti verið um átta milljarðar króna með fyrirvörum um ráðstöfun afla, gengi og ástand á mörkuðum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert