Stærsta svíta Norðurlanda

Steinþór Jónsson hótelstjóri fyrir framan hótelið sem verið er að …
Steinþór Jónsson hótelstjóri fyrir framan hótelið sem verið er að endurbæta inni og úti.

Miklar endurbætur hafa staðið yfir á Hótel Keflavík undanfarin tvö ár og er stefnt að því að ljúka þeim í haust. Eftir breytingarnar verður stærstu hótelsvítu á Norðurlöndunum að finna á efstu hæð hótelsins.

„Þarna verðum við með stærstu hótelsvítu á Norðurlöndum, en það er ekki stærðin sem við leggjum áherslu á heldur gæðin,“ segir Steinþór Jónsson, hótelstjóri.

Notendur ferðavefjarins TripAdvisor.com völdu Hótel Rangá besta hótel Íslands undanfarin tvö ár og Hótel Keflavík lenti í öðru sæti fyrir árið 2014 en var í 10. sæti árið áður í flokki stærri hótela með 24 tíma vakt og alla þjónustu. „Þetta sýnir að við erum á réttri leið,“ segir Steinþór, sem hefur verið hótelstjóri á Hótel Keflavík frá upphafi, en hótelið hefur verið í eigu fjölskyldunnar frá því það var stofnað 1986.

Miklar endurbætur

Framkvæmdum við endurbætur á ytri umgjörð hótelsins er að mestu lokið og búið er að gera upp 77 herbergi. Á demantahæðinni verða fimm svítur frá 35 fermetrum að stærð upp í 250 fermetra og er ein tilbúin. Hæðin verður með sér móttökuborði og þjónustu með lyftu beint niður í veitingastað og líkamsræktarstöð og er fyrsta sinnar tegundar hérlendis. Steinþór segir að í hverri svítu verði boðið upp á stóra og góða flatskjái frá Bang Olufsen, lúxushúsgögn, tölvur, spjaldtölvur, fullkomið afþreyingarkerfi með úrvali kvikmynda og sjónvarpsþátta og fleira auk þess sem nuddpottar séu á einkasvölum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert