Áfram kók með „þjóðarréttinum“

Árni Stefánsson, forstjóri Vífilfells, og Guðrún Kristmundsdóttir, annar eigenda Bæjarins …
Árni Stefánsson, forstjóri Vífilfells, og Guðrún Kristmundsdóttir, annar eigenda Bæjarins beztu pylsna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bæjarins beztu pylsur, sem fagna 78 ára afmæli í ár, hafa samið við Vífilfell og tryggt þar með að áfram verði hægt að fá kók með hinum víðfræga skyndibita.

Lengstum var eini pylsuvagn staðarins í miðborginni en nú eru staðirnir alls fimm, víðsvegar um borgina. Samningurinn við Vífilfell er til fimm ára eða til ársins 2020.

Bæjarins beztu hafa frá upphafi verið í eigu sömu fjölskyldunnar og hafa fjórir ættliðir pylsusala starfað þar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert