Gert ráð fyrir éljum í dag

Það hefur snjóað hressilega víða um land í vetur.
Það hefur snjóað hressilega víða um land í vetur. mbl.is/RAX

Spáð er vestan- og norðvestanátt á landinu í dag, 8-15 metrum á sekúndu, en 15-23 metrum á sekúndu syðst og austast fram undir morgun. Samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands má gera ráð fyrir dálitlu éli í flestum landshlutum í dag og vægu frosti.

Síðdegis er spáð suðlægari átt með slyddu og síðar rigningu á Suður- og Vesturlandi. Jafnframt mun hlýna og hiti vera 2 til 7 stig þar í kvöld. Úrkomulítið verður á Norður- og Austurlandi.

Á morgun er gert ráð fyrir suðlægri átt, 8-13 metrum á sekúndu með skúrum og síðar éljum. Hægari átt og yfirleitt þurrt verður á Norður- og Austurlandi og hiti í kringum frostmark. Um kvöldið verður breytileg átt, 3 til 10 metrar á sekúndu, og má jafnframt gera ráð fyrir éljum víða um land og frosti.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert