Strætóskýli verði reyklaus

mbl.is/Ernir

Strætó hefur farið af stað með átak þess efnis að öll strætóskýli verði reyklaus.  Farið var af stað með verkefnið vegna ítrekaðra kvartana frá farþegum Strætó um að verið sé að reykja inn í skýlunum, öðrum farþegum til mikils ama.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó.

„Samkvæmt reglugerð eru tóbaksreykingar óheimilar á opinberum stöðum sem almenningur hefur aðgang að.

Átakið er unnið í samstarfi við sveitafélögin sem eiga aðild að Strætó bs. ásamt AFA JCDecaux Ísland ehf sem einnig eiga og reka strætóskýli á höfuðborgarsvæðinu.

Strætó biðlar til farþega sinni að sýna tillitssemi og reykja ekki í skýlunum,“ segir í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert