Innbrotsþjófar handteknir

Lögreglan á Suðurnesjum.
Lögreglan á Suðurnesjum. mbl.is/Sigurður Bogi

Þrír karlmenn hafa orðið uppvísir að því að hafa brotist inn í verslun í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um síðustu helgi og haft á brott með sér fjármuni og vindlinga. Mennirnir brutu rúðu til að komast inn í húsnæðið.

Þar brutu þeir upp peningakassa og tóku nokkra tugi þúsunda króna. Einnig stálu þeir nokkrum lengjum af sígarettum og hurfu af vettvangi með þýfið, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Við rannsókn lögreglu bárust böndin að mönnunum þremur og telst málið upplýst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert