Björguðu konu úr brennandi íbúð

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var með mikinn viðbúnað vegna elds sem kviknaði í íbúð fjölbýlishúss í Mánatúni í Reykjavík, en tilkynning barst rétt fyrir 12. Einni konu var bjargað út úr íbúðinni og var hún flutt á slysadeild.

Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra SHS er búið að slökkva eldinn og er unnið að reyklosun. Talið er að konan hafi verið ein í íbúðinni þegar eldurinn kviknaði. Hann var staðbundinn og náði ekki að dreifa sér í aðrar íbúðir.

Konan var með meðvitund þegar hún var flutt á sjúkrahús. 

Liðsmenn þriggja slökkvistöðva fóru á vettvang. Ekki liggur fyrir í hverju kviknaði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert