Frelsi hinna fáu til að maka krókinn

Það var vel mætt á fundinn í dag.
Það var vel mætt á fundinn í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, sagði í máli sínu við upphaf flokksráðsfundar Vinstri grænna, sem haldinn er í Iðnó í Reykjavík, mikilvægt að flokkurinn taki upp á sína arma hugtök sem „hafa of lengi verið í gíslingu hægri aflanna.“ Nefndi hún þar hugtökin frelsi, stöðugleika og öryggi.

„Frelsið sem hefur verið í einkaeign Sjálfstæðisflokksins um langt skeið. Flokksins sem einnig talaði um stétt með stétt og ætlaði að vinna fyrir háa jafnt sem lága. Sjálfstæðisflokknum tókst svo vel að eigna sér frelsisorðið að margar aðrar stjórnmálahreyfinga veiguðu sér við að tala um það,“ sagði Katrín og bætti við að frelsi Sjálfstæðisflokksins hafi hins vegar þróast út í að vera aðeins frelsi hinna fáu og efnamiklu til að „maka krókinn, iðulega með sérstakri ríkisaðstoð á kostnað frelsis fjöldans.“

Sagði hún frelsi fólks til að sækja sér menntunar og heilbrigðisþjónustu við hæfi hins vegar gleymast. Sömu sögu er að segja um frelsi fólks til að búa í samfélagi þar sem dagvinnulaun duga fyrir mannsæmandi lífi.

„Þegar skorið er niður þannig að þjónusta við almenning rýrnar, aðgangur eldri en 25 ára að framhaldsskólamenntun er skorinn niður, gjöld fyrir læknisþjónustu eru hækkuð, fjárfestingar í rannsóknum og nýsköpun eru skornar niður, þannig að framtíðartækifærum í landinu okkar fækkar, þá er verið að skerða frelsi fjöldans til að lifa góðu lífi,“ sagði Katrín og bætti við að Vinstri græn ættu að taka hugmyndina um frelsi fjöldans og gera það að sínu. 

Vék Katrín sér því næst að stöðugleika. Velti hún upp þeirri spurningu hvort stöðugleiki snerist einungis um að þeir sem eru efnameiri auki hlut sinn enn frekar. „Þannig er staðan á Íslandi. Ríkustu 10 prósentin eiga 70 prósent alls auðs. […] En snýst skattastefna núverandi stjórnvalda ekki einmitt um að halda því ástandi stöðugu?" 

Öryggi er fjölþætt hugtak

Þá sagði Katrín einnig mikilvægt að endurskoða hugtakið öryggi. Í stað þess að tengja það einvörðungu við hugsanleg vopnakaup lögreglunnar hlyti hugmyndin um öryggi að snúast um að byggja upp friðsamt jafnaðarsamfélag.

„Þar sem fólk getur lifað mannsæmandi lífi með aðgengi að menntun og heilbrigðisþjónustu og öðrum mikilvægum þáttum. Eða þak yfir höfuðið, sem er það sem unga kynslóðin sér ekki fram á núna. Öryggi hefur nefnilega ekkert með skotvopn eða forvirkar rannsóknarheimildir að gera, sem enn og aftur hefur skotið upp kollinum hjá hæstvirtum innanríkisráðherra,“ sagði hún.   

VG stimplaði „sem á móti“

Katrín Jakobsdóttir ávarpar flokk sinn.
Katrín Jakobsdóttir ávarpar flokk sinn. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Innlent »

„Nenni ekki að sitja undir svona bulli“

12:02 Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gekk af fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þegar hann fékk svar við spurningu sinni til lögmanns Stundarinnar, Sigríðar Rutar Júlíusdóttur. Meira »

Telur um embættisafglöp að ræða

11:49 „Í raun og veru er um að ræða aðför að lýðræðinu. Það er stóralvarlegt mál og ekki hægt að gera of lítið úr því,“ sagði Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í morgun. Meira »

Lögbannið verði ekki fordæmisgefandi

11:38 Eiríkur Jónsson, prófessor við Háskóla Íslands, hefur áhyggjur af því hversu víðtækt lögbann sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu er gagnvart fréttaflutningi Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum úr gamla Glitni. Varaformaður Gagnsæis óttast að lögbannið verði fordæmisgefandi. Meira »

Ítrekað tekinn við ölvunar- og fíkniefnaakstur

11:33 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær mann á þrítugsaldri til að sæta fangelsi í 75 daga og svipti hann ökuréttindum ævilangt fyrir að hafa verið ekið fjórum sinnum réttindalaus undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Meira »

Undrandi á ummælum Þorgerðar

11:13 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, kveðst hafa verið undrandi á ummælum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar og sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, á fundi um menntamál sem haldinn var í gærkvöldi. Meira »

Krefjast gagna frá sýslumanni

10:52 Þrír fulltrúar stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis hafa krafist þess að nefndin fái afhent öll gögn sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu vegna lögbannsins á Stundina og Reykjavík Media. Meira »

„Veit ekkert hvað stendur í þessu skjali“

10:39 Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, var á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun afar ósáttur við þau svör Þórólfs Halldórssonar, sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu, að hann hefði hvorki séð né kynnt sér afstöðu Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. Meira »

Ráku út hústökufólk í Kópavogi

10:49 Lögreglan hafði afskipti af tveimur karlmönnum sem höfðu komið sér fyrir í mannlausu einbýlishúsi í eigu Kópavogsbæjar á þriðjudaginn síðastliðinn. Mennirnir voru síðan handteknir vegna annarra mála. Meira »

Fimm Danir á kjörskrá

10:29 Fimm danskir ríkisborgarar sem hafa verið búsettir hér á landi fyrir 6. mars 1946 eiga rétt á því að kjósa í komandi alþingiskosningum. Meira »

Lögreglan með í að uppræta mansalshring

09:58 Finnska landmæraeftirlitið, með stuðningi Europol, íslensku lögreglunnar og bandaríska landamæraeftirlitsins, hefur upprætt skipulögð glæpasamtök sýrlenskra og íraskra borgara sem eru grunuð um að hafa reynt að smygla fólki frá suðurhluta Evrópu til Finnlands og þaðan til Bandaríkjanna í gegnum Ísland og Mexíkó. Meira »

Leiða samstarf um afvopnunarmál

09:32 Ísland og Írland munu næsta árið gegna saman formennsku í eftirlitskerfi með flugskeytatækni sem snýst um að takmarka útbreiðslu á eldflaugatækni fyrir burðarkerfi vopna, þar með talið gereyðingarvopna. Meira »

Aukning í innanlandsflugi

09:30 Á fyrri helmingi ársins nýttu um 385 þúsund manns sér ferðir um innanlandsflugvelli landsins og fjölgaði þeim um fjórtán þúsund frá fyrri helmingi síðasta árs. Aukningin var mest á Akureyri en samdráttur mestur á Húsavík og í Vestmannaeyjum. Meira »

Segir Lilju vart til frásagnar um fund

09:25 Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, hefur ítrekað orð sín um að svissneska leiðin sem Framsóknarflokkurinn hefur boðað í húsnæðismálum sé „galin leið“. Meira »

Opinn fundur um lögbannið

09:01 Opinn fundur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefst klukkan 9:10. Þar verður fjallað um vernd tjáningarfrelsis. Þrír nefndarmenn kröfðust fundarins í kjölfar lögbanns sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu gegn fréttaflutningi Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum úr gamla Glitni. Meira »

Sífellt fleiri fastir í foreldrahúsum

07:57 Um 20 þúsund manns á aldrinum 20-29 ára búa í foreldrahúsum hér á landi um þessar mundir. Hefur fjölgað hratt í þessum hópi undanfarið. Meira »

Gríðarleg starfsmannavelta hjá Costco

09:06 Af um 60 íslenskum yfirmönnum sem sendir voru til Englands í þjálfun í aðdraganda opnunar Costco munu aðeins 15 vera enn í starfi. Fyrirtækið segir ávallt taka tíma að ná jafnvægi í starfsmannahaldi á nýjum mörkuðum. Meira »

Ókeypis menntun keppikefli

08:18 „Það á að vera keppikefli okkar að menntun og skólakerfi sé nemendum og foreldrum að kostnaðarlausu frá upphafi leikskóla til loka framhaldsskóla,“ sagði Þórður Hjaltested, formaður Kennarasambands Íslands, á opnum fundi Kennarasambandsins og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands með frambjóðendum stjórnmálaflokkanna. Meira »

„Ég hafna þessum 50 milljónum“

07:53 „Ég hafna þessum 50 milljónum alveg. Þetta er ekki eitthvað sem er hér á hverju strái,“ sagði Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, í Morgunútvarpi Rásar 2, um ummæli Brynjars Þórs Níelssonar í sama þætti í gærmorgun. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Gisting við Gullna hringinn..
Studio herb. með sérbaði og eldunaraðstöðu, heitur pottur utandyra, 6 mínútur fr...
INTENSIVE ICELANDIC and ENGLISH f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna
START/BYRJA: 30/10, 27/11 - 2018: 8/1, 5/2, 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6. 4 week...
 
Verkefnisstjóri
Stjórnunarstörf
Verkefnisstjóri Stjór...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Sölumaður / kona
Iðnaðarmenn
Sölumaður / kona óskast til að annas...
L helgafell 6017101819 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101819 IV/V Mynd af ...