Hrunmálin í nýju ljósi

Mikið gekk á 19. september 2008 þegar gengið var frá …
Mikið gekk á 19. september 2008 þegar gengið var frá viðskiptum með hlutabréf í Kaupþingi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Dómur Hæstaréttar í Al Thani-málinu í fyrradag hefur ótvírætt fordæmisgildi fyrir önnur hrunmál sem bíða meðferðar í Hæstarétti.

Þetta er mat Jóns Þórs Ólasonar, lektors við lagadeild Háskóla Íslands, sem vísar til efnisatriða, að því er fram kemur í ítarlegri umfjöllun í Morgunblaðinu í dag um dóminn.

„Það má ljóst vera að sérstakur saksóknari mun telja margt í þessum dómi að því er varðar markaðsmisnotkun vera fordæmisgefandi fyrir þau mál sem nú sæta ákærumeðferð eða eru til rannsóknar, en hvert mál hefur þó sín sérkenni,“ segir Jón og tekur fram að sakfellingin í Al Thani-málinu sé „að engu leyti trygging fyrir því að sakfellt verði í öðrum málum“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert