Vilja ekki að borgin taki við rekstrinum

Gistiskýlið á Lindargötu.
Gistiskýlið á Lindargötu. mbl.is/Ómar

Framsókn og flugvallarvinir í Reykjavík styðja ekki þá tillögu að Reykjavíkurborg taki yfir rekstur Gistiskýlisins á Lindargötu. Heldur er það skoðun Framsóknar að Samhjálp sé betur til þess fallið að sjá um reksturinn.

Tillaga um að velferðarsvið Reykjavíkur taki við rekstri Gistiskýlisins var samþykkt á fundi velferðarráðs borgarinnar í vikunni. Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa meirihlutans en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði á móti.

Í tilkynningu frá Framsókn og flugvallarvinum segir að Samhjálp hafi áralanga reynslu í rekstri á Gistiskýlinu með góðum árangri. Ekkert gefi til kynna að Reykjavíkurborg geti sinnt þessu verkefni fyrir lægri fjárhæð eða með betri þjónustu en núverandi rekstraraðili.

„Við teljum kost að leyfa frjálsum félagasamtökum að koma að rekstri úrræða til þess að auka fjölbreyttni og val þjónustuþega,“ segir í bókun Framsóknar og flugvallarvina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert